Guðmundur V. Mete hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska félagið Norrköping sem féll úr úrvalsdeildinni á dögunum. Norrköping er á meðal sigursælustu liða landsins og hefur tekið Svíþjóðartitilinn 12 sinnum. Stefnt er á að komast aftur í hóp þeirra bestu. Guðmundur hefur leikið með Malmö í þrjú ár en hann spilaði 14 leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni í sumar.

_____________________

Lúkas Kostic hefur verið ráðinn þjálfari U17 landsliðs karla og tekur hann við af Magnúsi Gylfasyni sem er farinn til Eyja. Lúkas hefur á síðustu árum m.a. þjálfað meistaraflokka Þórs, Grindavíkur, KR og Víkings.

_____________________

Íslenska kvennalandsliðið leikur í þriðja riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í Englandi árið 2005. Íslenska liðið var í 3. styrkleikaflokki í drættinum, en hin liðin eru Rússland úr 1. styrkleikaflokki, Frakklandi úr 2. flokki, Ungverjalandi úr 4.flokki og Póllandi úr 5. styrkleikaflokki, þannig að ljóst er að riðillinn er erfiður. Efstu liðin úr riðlunum komast beint í úrslitakeppnina. Öll liðin sem lenda í 2. sæti og tvö lið sem ná bestum árangri í 3. sæti leika bráðabana.

_____________________

Á næstunni fer fram sterkt æfingamót í Egilshöllinni. Þriðjudaginn 17.desember mætast Fylkir og Grindavík en fimmtudaginn 19.leika ÍA og Fram. Sigurliðin keppa svo til úrslita laugardaginn 21 og tapliðin leika um 3.sætið.

_____________________

Að lokum tók ég saman þau úrslit úr vináttuleikjum sem ég fann:

Valur - Víkingur 2-2
Keflavík - Þróttur 2-2
FH - Njarðvík 3-1
Afturelding - ÍR 4-1
Breiðablik - Grindavík 5-4
Fylkir - HK 3-0
KR - Þróttur 3-1
Fjölnir Haukar 4-1

(Þetta var það sem ég fann, gætu verið einhverjar villur í þessu. Ef þú veist um fleiri úrslit máttu endilega láta vita)