Í dag gerðust þau stórmerkilegu tíðindi að Man Utd. vann Arsenal 2-0. Það sem gerir þessi úrslit sérstök er það að þetta er í fyrsta skipti sem að Arsenal skorar ekki mark í 55 leikjum(minnir mig).
Það voru þeir Juan Sebastian Verón, sem skoraði sitt 1. mark á leiktíðinni í deildinni, og Paul Scholes sem skoruðu mörkin. Það fyrra frá Verón um miðjan fyrri hálfleikinn en það seinna frekar snemma í seinni hálfleik.
Leikurinn einkenndist af mikilli báráttu frá báðum liðum, sem fór þó aldrei út í neitt bull, og stóð sérstaklega uppúr hvað Phil Neville var magnaður í leiknum, og að mínu mati besti maður leiksins. 2 vafaatriði komu í leiknum, annað var þegar að Verón skoraði en þá virtist boltinn fara í hendi Van Nistelrooy og að Scholes sem lagði upp markið hefði verið rangstæður eftir sendinguna frá Nistelrooy. Hitt vafaatriðið var þegar að Martin Keown hrinti Nistelrooy tilgangslaust.
En yfir heildina var þessi hin besta skemmtun og áttu Manchester-menn þennan sigur alveg fyllilega skilinn.
kv. Finisboy