Viola -Fréttir Þótt ótrúlegt megi virðast þá er maður bara nokkuð sáttur við byrjunina hjá Florentia í ár (annað en í fyrra). !!!!

Að vísu spila þeir í “Serie C2 girone B” , undir nafni Florentia , þetta er nú samt gamla góða FIORENTINA.
Þó þeir hafi misst svo til alla leikmenn liðsins þá hafa þeir verið duglegir við að skrapa saman smá-lírur og versla , fengu m.a. Christian Riganò sem er markahæstur í öllum Serie C2 deildunum með 11 mörk. (Batigol nr. 2 ??)

Di Livio hefur verið að spila eins og engill eins og í rauninni allt liðið.
Liðið er með 23 stig í 4. sæti eins og staðan er í dag , AÐEINS 4 stigum á eftir Rimini sem trónir á toppnum eftir 14 umferðir.

Haldið í vonina kæru Viola supporters.
We will rise again. ;)

FORZA VIOLA
Kv.