Eitthvað finnst mér vanta MIKIÐ í skoðanakönnunina þegar meistarar síðasta tímabils eru ekki einu sinni valkostur?

Lazio hafa ekki verið að spila vel, og ég held að sökin liggji hjá Cragnotti forseta sem sá sjálfur um að skipta á Almeyda og Conceicao fyrir Crespo.

Það var nú ekki eins og Lazio vantaði enn einn miðherjann með Salas, Inzaghi jnr, Lopez, Mancini, Ravanelli og þeim öllum.

Ég hef heyrt að Eriksson hafi ekki verið ánægður með þetta, né Conceicao og Almeyda. Conceicao grét meira að segja þegar hann skoraði gegn Lazio og vildi ekki fagna markinu, hann er ennþá Lazio maður í hjarta sér.

Það er svona, Cragnotti gefur og Cragnotti tekur, en Lazio eru mínir menn og hafa verið í tæp tíu ár :)
Summum ius summa inuria