Claudio Lopez virðist vera á förum frá Lazio, enda þarf Lazio að losa sig við menn fyrst liðið gæti orðið gjaldþrota á næstu mánuðum.
Frá Englandi hefur heyrst að Chelsea og Man.Utd séu á eftir Lopez og ekki ólíklegt að boðið verði í kauða í janúar þegar leikmannamarkaðurinn opnast aftur. Nokkur lið frá Spáni hafa líka spurst fyrir um Lopez og ef Llopez selst þá er það á nokkrar millur en Lazio keypti hann af Valencia fyrir 2 árum á 22 millur.

Hakan Sukur sem hefur verið samningslaus síðan í sumar er á öllum líkindum á leiðinni til Englands.

Massimo Moratti hefur gefið út þá yfirlýsingu að fréttin um að Ryan Giggs kæmi til Inter í staðinn fyrir Rrecoba hafi bara verið slúður og uppspuni fréttamanna.

Og að lokum er sagt að Parma hafi áhuga á að fá Diego Forlan frá Man.Utd en ég held að menn ættu ekki að taka þessari frétt alvarlega og er hægt að greina þessa frétt sem “kjaftæði.” (þó maður hefði ekkert á móti þessari slúðurfrétt)


Og í lokin, endilega farið að senda inn fleiri greinar og Forza Inte