Manchester United hefur enn einu sinni sagt AC Milan að Beckham sé ekki til sölu, eftir að ítalska stórliðið gerðu aðra tilraun við að kaupa hann. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á 40.000.000 pund og var búið að lofa Beckham 120.000 pundum í vikulaun.
Einn stjóra AC Milan, Adriano Galliani hafði þetta um málið að segja;
“Milan mun taka stökk gæðalega séð, ef einhver þessara leikmanna munu ganga til liðs við félagið - Beckham, Figo, Rivaldo. Við reyndum að ná Beckham einu sinni enn, en þeir vilja ekki selja hann, og munum við virða þá ákvörðun United”
Sir Alex hefur líka sagt að Scholes og Beckham væru ekki falir fyrir allt heimsins gull!
Eins og flestir sem fylgjast e-ð með enska fótboltanum þá gerði Inter á dögunum 31.000.000 punda tilboð í Paul Scholes sem var vitaskuld hunsað á Old Trafford.
Nú er bara að vona að eftirmaður hans sir Alex verði jafn ákveðinn!