Ég var að vinna í gærkveldi til 05.00 og bað sigga félaga að taka upp leikin fyrir mig,ég horfði á hann þegar ég var búin að vinna.Í leiknum mættust tvö góð lið newcastle-inter (ég er nufc aðdáandi).
Leikurinn byrjaði frekar ílla fyrir mína menn fengu á sig mark á annari mínútu allt í lagi með það enn þegar bellamy var rekin útaf á fjórðu mínútu fyrir frekar litla snertingu af mínu mati.Dómarinn var nánast í algjöru aðalhlutverki í þessum leik fyrir utan newcastle sem börðust eins og ljón allan leikinn og mér fannst þeir vera betri 95% af leiknum.Shearer “kóngurinn”,speed,dyer,robert,solano og hugóinn voru allir mjög góðir,mér finnst að þeir hefðu átt að skora allavega 2-3 úr öllum þessum færum enn boltatuðran vildi ekki fara inn.Shearer er enn þá í top 10 í evrópu hann heldur boltanum alveg út í eitt,mjög sterkur skallamaður hann er topmaður í alla staði.Svo ég komi kannski með smá tölur úr leiknum þá var brotið á newcastle 22 og þar af 12 skipti á shearer við áttum 7 horn 4 skot á markið og 9 fóru ekki á ramman inter fengu 2 horn hittu 6 skotum á markið og skoruðu 4 mörk.Ég kenni vörninni alfarið um 2 mörk sem inter skoraði það er bara hræðilegt að horfa uppá þessa vörn,hin 2 mörkin sem inter skorði voru mjög flott verð ég að segja.Dómarin hefði getað dæmt þennan leik aðeins betur verð ég að segja þá er ég ekki að tala um brotið sem bellamy framdi enn snerting er snerting olbogaskotið sem shearer gaf frá sér var rautt spjald,andy griffin hefði átt að fá gula spjaldið fyrir að ýtta einum úr inter útaf vellinum og það er hægt að telja fleiri svona dæmi upp. Niðurstaðan er sú að við spiluðum með hjartanu í gær og vorum betri þótt þeir hafi skorað 4 mörk,ég gæti ekki verið meira stoltari yfir því að vera newcastle aðdáandi.Enn þar sem ég er að verða of seinn i vinnuna núna þá kveð ég.

GOOOOOO NUFC!! *STOLT*

afsakið stafsetninguna ef hún er þá einhver ;)
það er ekkert of gáfulegt að horfa á svona leik svona snemma að morgni til allir grannarnir búnir að kvarta ;)
vonandi verið kóngurinn ekki settur í leikbann fyrir olboga skotið góða.