Robbie Fowler spilaði með varaliði Leeds og skoraði eina markið í 1-0 sigri þess á 24. mínútu í leik gegn Sunderland. Honum var siðan skipt útaf um miðjan síðari hálfleikinn. Þetta var aðeins annar leikurinn sem Robbie Fowler spilar með Leeds á þessu keppnistímabili.
Leeds hafa átt í þónokkrum vandræðum með sóknarleikinn sinn það sem af er vetri, Viduka er ekki að ná að koma sér almennilega í gang og rauðu spjöldin hans Alan Smith segja alla söguna. Það er því jákvætt fyrir stuðnigsmenn Leeds og stuðningsmenn Robbie Fowler ( ég ) að hann sé að snúa aftur og hann verður líklega í leikmannahóp Leeds sem mætir Charlton á Elland Road á sunnudaginn. Svo bara að vona það fyrir Leeds að hann komi sér vel af stað og sýni sitt gamla form sem hann var í forðum þegar hann spilaði með Stan “The Man” Collymore í fremstu víglínu Liverpool liðsins á tímum Roy Evans.
__________________________