TÓMAS INGI Í FH?
Stöð 2 greindi frá því að FH ætti í viðræðum við Eyjamanninn Tómas Inga Tómasson um að hann leiki með félaginu í Símadeildinni næsta sumar. ÍBV sagði upp samningum við Tómas fyrir skömmu og stóðu viðræður yfir milli aðilanna í gærkvöld.

HERMANN ALBERTSSON Í FH?
Hermann Albertsson leikmaður Leifturs/Dalvík mun líklega leika með FH á næstu leiktíð. Hermann var til reynslu um helgina er FH-ingar léku æfingaleik við HK í fífunni. Hermann er aðeins 19 ára gamall.

LÚÐVÍK GUNNARSSON Í ÍR
Staðfest - Varnarmaðurinn sterki af Skaganum Lúðvík Gunnarsson fór til ÍR frá ÍA. Hann lék með ÍR í sumar sem lánsmaður, er fæddur 1980.

GUÐMUNDUR ÞÓRIR GUÐJÓNSSON Í HAUKA
Staðfest - Guðmundur Þórir Guðjónsson er kominn aftur í Hauka en hann fór austur og lék með Fjarðarbyggð restina af seinasta tímabili. Einnig fæddur 1980.

ÓÐINN ÁRNASON Í GRINDAVÍK
Nánast staðfest - Varnarmaðurinn sterki úr Þór Óðinn Árnason mun að öllum líkindum spila með Grindavík á næstu leiktíð. Óðinn er nú í Danmörku en það er aðeins talið formsatriði að ganga frá samningi við hann. Óðinn sem er 23 ára hefur allan sinn feril leikið með Þór.

EGGERT STEFÁNSSON Í FYLKI?
Framarinn og varnarmaðurinn Eggert Stefánsson hefur verið orðaður við Fylkismenn sem gjarnan vilja fá hann í sínar raðir.

JÓHANN ÞÓRHALLSON Í FYLKI?
Gæti verið algjört kjaftæði.

ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON Í FYLKI?
Sennilegt.

BJARNI L HALL Í FRAM? - NEI
Undirritaður hefur verið samningur þess efnis að Bjarni L. Hall verður áfram hjá Víkingi. Bjarni hafði á undanförnum vikum verið orðaður við nokkur önnur félög og var m.a. í viðræðum við Fram.