Nú fyrir stuttu lauk Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu. Mótið hefur undanfarin ár farið fram í Janúar en nú er knattspyrnan að verða heilsársíþrótt og miklar breytingar í gangi. Leikið var í íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi og fór riðlakeppnin fram í gær. Þau lið sem féllu niður í 2.deild voru: Grindavík, Stjarnan, Sindri og Tindastóll. Í dag, sunnudag, fór síðan úrslitakeppnin fram.
8 liða úrslit:
KR - Völsungur 4-1
Keflavík - ÍBV 5-1
Þróttur R. - Fylkir 3-0
Fram - Valur 2-4
Undanúrslit:
KR - Þróttur R. 1-2
Keflavík - Valur 3-1
Úrslitaleikur:
Keflavík - Þróttur R. 5-1
Það voru því Keflvíkingar sem krýndir voru Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu. Framarar sem unnu titilinn á seinasta móti féllu út í 8 liða úrslitum að þessu sinni. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Keflavík verður Íslandsmeistari innanhúss. Liðið leikur í B-deild í Íslandsmótinu utanhúss næsta sumar. Einnig var leikið til úrslita í kvennaflokki í dag og þar vann KR úrslitaleikinn gegn Val 9-0.
TIL HAMINGJU KEFLAVÍK OG KR!