Bergkamp kærður
Breska fótboltasambandið hefur nú ákveðið að kæra Dennis Bergkamp fyrir að hafa stigið á einn leikmann Blackburn í leik um daginn. Bergkamp gæti átt það á hættu að fá 3 leikja bann plús sekt. Ég verð nú bara að segja að þetta komi mér á óvart þar sem ég hef séð þetta atvik og ekki fannst mér það þess virði að kæra fyrir það en Aganefndin sér þetta greinilega öðrum aukum en flestar aðrar manneskjur. Bergkamp hefur nú 14 daga til að svara fyrir sig. Hér að neðan er mynd af þessu atviki. Og á þessari mynd sést að löppin á Bergkamp er greinilega ofaná leikmanni Blackburn en í vídeóinu rétt lætur hann löppina ofan á leikmann Blackburn (aðeins til að halda jafnvægi) en tekur hana síðan í burtu. Bergkamp sagði sjálfur að dómari leiksins hefði séð þetta og ekki fundist neitt að þessu því dómarinn sagði Bergkamp að róa sig sem Bergkamp gerði síðan.