Jæja, loksins hefur leyndarmálið verið opinberað. Þessi gífurlega hæfileikaríki ungi maður sem að Everton hefur leynt og ljóst verið að undirbúa fyrir hæstu hæðir, er núna öllum kunnur eftir mesta snildarmark sem um getur var skorað gegn Arsenal í síðasta mánuði, og endaði 30 leikja sigurgongu þeirra.

Það gerði Wayne Rooney bæði að þeim yngsta sem hefur skorað fyrir félagið og einnig þeim yngsta sem skora hefur í úrvalsdeildinni – heiður sem að hann tekur frá Michael Owen. Samt er Wayne Rooney ekki sá yngsti sem að spilað hefur fyrir Everton, þann heiður og það met á Joe Royle sem nú er framkvædarstjóri hjá Ipswich Town.

Rooney var aðeins nokkrum dögum yngri en 17 þegar hann ruddist inná alþjóðlega vitund manna með þessu stórkostlega marki í Október 2002. Þremur vikum fyrr hafði hann skorað sín fyrstu mörk í meistaraflokki í 3-0 bikarsigri gegn Wrexham á Racecourse Ground heimavelli Wrexham. Þar með staðfestist að þar væri á ferðinni svar við bænum félagsins.

Og nú nýlega skoraði hann eitt glæsilegasta mark sem skorað hefur verið í Nóvembermánuði í ensku deildinn en það var gegn Leeds United. Radebe sagði kvöldið eftir þann leik að hann hefði barið höfðinu upp að vegg því hann skildi enn ekki hvernig drengurinn ungi gat skorað gegn þeim. “Eg hélt ég hefði haft hann í vasanum”

Wayne er borinn og barnfæddur í Liverpool nánar tiltekið í Croxteth (norður Liverpool), og búist er við að hann skrifi undir samning í Desember sem að hljóðar uppá 10.000 pund á viku eftir að hann hafði nýlega skipt á umboðsmanni og farið til Proactive Sports Management umboðsmannafyrirtækisins þar sem að Kenny Dalglish er einn af aðalstjórnendum.

Rooney kemur frá fjölskyldu sem hefur mikinn áhuga á íþróttum. Faðir hans var meira en ágætur boxari, frændi hans Thomas er á samning hjá Tranmere og yngri bræður hans Graham, 14, og John, 11, hafa nú þegar skrifað undir hjá Everton skólanum – fréttnæmt þó að það sé nú ekkert sjaldgæft hjá íþróttaborginni Liverpool.

Ferill hans hefur verið bein braut alveg frá því að hann var valinn í U-12 ára lið heimasvæðis síns. Hann var 7 ára á þeim tíma. Þegar Rooney var aðeins 9 ára gamall hafði Everton njósnari að nafni Bob Pendleton tekið eftir honum þar sem hann spilaði fyrir Copplehouse í Walton og Kirkdale unglingadeildinni. Og sköpun súperstjörnu var hafinn.

Tim O’Keefe, þjálfari U-11 liða Lliverpool Skólanna sem að Rooney spilaði fyrir og setti met, 72 mörk, sagði að þessi drengur væri eitthvað mjög sérstakt og myndi ná langt. “Við gátum í raun aldrei þjálfað Rooney því að hann hafði svo gífulega mikla hæfileika fór bara á undan hinum, hann var altaf sér á parti.

Nú nýlega var hann valinn í U-21 árs landslið Englendinga og alveg látinn sleppa við U-19 ára lið þeirra. Sumir vilja þó fá hann í aðalliðið strax en það er nógur tími fyrir hann og ekkert liggur á.
“Við höfðum Robbie Fowler, Steve McManaman og Francis Jeffers hjá okkur og Wayne var örugglega alveg eins góður og þeir, það sást auðveldlega.

Framkvædarstjórinn hjá Everton David Moyes hefur kappkostað að passa þennan unga og upprennandi leikmann vel og margir minnast hvernig Sir Alex Ferguson hlúði að Ryan Giggs á sínum tíma, þetta eru svipuð dæmi. Leikmönnum Everton er sagt að hugsa sig vel um áður en þeir tala eitthvað um Rooney og honum sjálfum er bannað að tala við fjölmiðla og er það bara gott mál fyrir hann að fá að vera í friði í bili.

Glenn Roeder framkvæmdarstjórinn hjá West Ham sagði um Rooney, “Chris Waddle sagði mér frá Rooney fyrir meira en ári síðan – það er ekki hægt að fela góða leikmenn. Hann er heppinn að hafa skynsaman, jarðbundinn stóra sem að kemur alltaf með réttu svörin.

Vonandi hefur einhver nennt að lesa þetta og haft örlítið gaman af þessu í leiðinni……?


Kær kveðja,

Dixie