Frakkinn Djibril Cissé sagði í viðtali nú á dögunum að hann hafi ákveðið sig með hvaða ensku liði hann vill spila með. Hann hefur sterklega verið orðaður við United, Liverpool og Arsenal og hefur hann valið Manchester.
Hann ætlar ekki að fara frá Auxerre fyrr en þátttöku þeirra í UEFA keppninni er lokið. Það er því óvíst hvort að Sir Alex reyni að landa kappanum strax í janúar næstkomandi eða eftir þetta tímabil.
Cissé er nýbúinn að ná sér af meiðslum, en vegna þeirra missti hann af leikjum liðsins gegn Arsenal í Meistarakeppninni.
Djibril Cisse þykir með sterkustu og fljótustu sóknarmönnum í boltanum í dag og þyrfti United að borga þó nokkuð mikinn pening fyrir kappann. Talað er um verð í kringum 20 milljónir punda. Framlína með þeim van Nistelrooy og Djibril Cisse myndi örugglega hrella enskar varnir og þótt víða væri leitað