Pælingar um leikmannakaup og sölur eftir áramót;
Vitað er að Newcastle er á eftir kantmanni Real Sociedad, spánska landsliðsmanninum Javier De Pedro og haft eftir spænska knattspynublaðinu As að Ronnie Rosenthal, gamli rebbi úr enska boltanum sem ég man ekki hvaðan er, sennilega bara Israel og er orðinn umboðsmaður, sé að vinna í málinu. De Pedro tekur eitraðar aukaspyrnur og Robson gamli vill hann í liðið.
Fulham er á eftir miðjumanni Espanyol, Angel Morales og Bild Zeitung hið þýska hefur eftir ítölskum fréttum að Inter Milan ætli sér að ná í Oliver Kahn.
Svo verður heldur betur útrýmingarsala hjá Lazio, nema að sterkefnaðir fjárfestar taki yfir sem fyrst. Jaap Stam fer væntanlega – og hann langar til Man. City - sem og Juan Pablo Sorin sem mörg ensk lið hafa verið skotin í. Mendieta er í láni hjá Barcelona en sennilega ennþá í eigu Valencia því Lazio hefur ekki borgað fyrir piltinn og ekki Stam heldur eins og allir vita.
Já, hvernig sem fer verður allavega fjör um jól og áramót þegar umbarnir í Evrópu græða eins og ég veit ekki hvað (ætlaði að segja Kaupþingsuppar þegar Decode fór á markað en þorði því ekki)!
Svo var það Úrúgvæinn Gustavo Varela, hjá Schalke 04 í Þýskalandi sem lenti í svaka samstuði í 5-0 sigurleik gegn Borussia Mönchengladbach í bikarnum um daginn. Hann vankaðist eitthvað og var að drepast í hendinni en kláraði þó leikinn – nota bene, þetta var í fyrri hálfleik.
Lét kíkja á sig eftir leik og var þá handleggsbrotinn og með brákaða höfuðkúpu!
Ekki sakaður um leikaraskap hann Varela – ha!