Nú er búið að draga í seinni riðla Meistaradeildarinnar og eru þeir sem hér segir:

A-riðill:
Barcelona, Spáni
Inter Mílanó, Ítalíu
Bayer Leverkusen, Þýskalandi
Newcastle, Englandi

B-riðill:
Valencia, Spáni
Arsenal, Englandi
Roma, Ítalíu
Ajax, Hollandi

C-riðill:
Real Madrid, Spáni
AC Milan, Ítalíu
Dortmund, Þýskalandi
Lokomotiv Moskva, Rússlandi

D-riðill:
Manchester United, Englandi
Juventus, Ítalíu
Deportivo La Coruna, Spáni
Basel, Sviss

Allt sterkir riðlar og segir í Morgunblaðinu að mínir menn í Arsenal hafi lent í þeim riðli sem þykir hvað jafnastur.

Ég vil einnig spyrja hvað ykkur hugurum finnst um það fyrirkomulag að lið frá sama landi megi ekki dragast saman og að þessu sé styrkleikaraðað?
Er það ekki til þess gert að stóru liðin einoki keppnina eða að hægja á framförum þeirra minni?