Þjálfari Liverpool um væntanlegar stjörnur Þjálfari Liverpool Jacques Crevoisier hefur lýst yfir ánægju sinni á ungu stjörnunum sem eru vænanlegir til Liverpool, þeim Anthony Le Tallec og Florent-Sinama Pongolle. En þeir hafa einmitt báðir skrifað undir samning við Liverpool og eru væntanlegir til liðsins í sumar en þeir eru núna báðir tveir byrjunarliðsmenn hjá franska liðin Le Havre.

Crevoisier efastu ekki um það að með tímanum muni þeir vekja mikla athygli með Liverpool og hann er ánægður að strákarnir tveir hafi valið Liverpool eftir mikla samkeppni frá öðrum evrópskum stórveldum, ennfremur lýsir hann þeim sem efnilegustu knattspyrnumönnunum í heiminum í dag. Crevoisier segir þessu til stuðnigs að þeir eru að spila vel með félagsliði sínu, ungmennaliði sínu og að þeir eru ekki ennþá orðnir 18 ára og eru strax byrjaðir að leika með U-21 árs liði Frakka í staðinn fyrir að vera núna að spila með U-18 ára liðinu

"Þeir eru fljótir að læra hjá Le Havre og það er mjög gott, þeir eru líka að spila í byrjunarliði sterkri deild er mjög góð reynsla fyrir þá áður en að þeir komi til Liverpool.

Hann lýsir þeim einnig sem bestu ungmennunum í franskri knattspyrnu, í evrópskri knattspyrnu og hver veit, kannski að þeir séu efnilegustu leikmennirnir í heiminum ( Crevoisier sparar ekki stóru orðinn ), þeir voru mikilvægur hluti af franska ungmennaliðinu sem vann Heimsmeistaratitil ungmennaliða í Trinidad & Tobago, í þeirri keppni var Le Tallec kosinn besti leikmaðurinn á meðan Pongolle var markahæsti maður mótsins. Þer munu vera heimsklassaleikmenn segir Crevoisier en þeir þurfa að fá tíma til að læra á enska boltann



Manni er kannski óhætt að bíða spenntur eftir því að fá að sjá til þessara drengja, ekki eru Liverpool menn annars á flæðiskeri staddir hvað varðar efnilega sóknarmenn því að Neil Mellor er eins og alltaf að dæla inn mörkunum fyrir varaliðið. Ég held samt að Le Tallec og Pongolle muni byrja að vera í varaliðinu og ef þeir standa sig eitthvað framúrskarandi þá munu þeir fá tækifæri í aðalliðinu á sömu leiktíð, annars munu þeir þurfa að bíða en ég er fullviss um að þessir leikmenn eigi eftir að slá í gegn.

kveðja
fan
__________________________