Miklar spekúlasjónir eru á Ítalíu um breytingar hjá hinum ýmsu liðum á næstunni og þeir hjá Corriere dello Sport vilja meina að Christian Vieri fari frá Inter til Juventus og Michael Owen komi í staðinn.
Olivier Dacourt fari til Juventus og Leeds fái þá hinn franska varnarmann Barcelona Philippe Christanval sem sagði í viðtali við hið franska L´Equipe að það yrði lánssamningur sem gæti þróast í kaup en reyndar eru Newcastle eitthvað að blanda sér í það mál.
Þá muni Mikael Silvestre fara til Barcelona segja þeir hjá Marca á Spáni og einnig er sagt að Ruud van Nistelrooy hafi verið heitur fyrir Barcelona í sumar en snarlega hætt að pæla í því þegar Louis van Gaal tók við á þeim bæ.
Karl-Heinz Rummenigge er ekkert of ánægður með Owen Hargreaves, hinn unga Kanadamann sem kaus að spila með enskum, en gat valið um Kanada, England, Þýskaland og jafnvel fleiri lönd (amma var héðan, afi þaðan o.s.fr.). Pilturinn var að úttala sig við þýskt dagblað um daginn og sagðist hafa hug á að spila í ensku deildinni einhverntíma.
“Við uppgötvuðum hann í Kanada og hér hefur hann blómstrað” segir Rummenigge og bætir við: “Samningur hans er til 2004, við höfum boðið honum tvö ár í viðbót en hann hefur verið að hugsa málið síðan í sumar” og er fúll því Liverpool, Middlesbrough og Arsenal eru alveg til í að bæta honum í hópinn.