Öll liðin verða að teljast sigurstrangleg í keppninni, Inter Milan með Vieri, Recoba og Crespo sem fremstu menn og leiðtoga á miðjunni eins Luigi Di Biagio, Emre og Almeyda. Í vörninni eru svo Cannavaro leiðtoginn og Materazzi og Cordoba eru enginn lömb að leika sér við og ekki má gleyma fyrirliðanum Javier Zanetti. Francesco Toldo sér um að taka flesta bolta sem komast framhjá vörninni. Sterkt lið og er til alls líklegt og vonandi fyrir stuðningsmenn Inter, leikmenn Inter og HEctor Cuper að þeir ná að vinna stóru dolluna í ár.
AC Milan eru nú ekki með síðri mannskap, Filippo “Pippo” Inzaghi hefur verið sjóðandi heitur það sem af er og er markahæstur í Meistaradeildinni og við hlið hans er Andriy Shevchenko og Rivaldo. Svo er John Dahl Tomasson til vara ef einhver meiðsl taka sig upp. Í vörninni er Paolo Maldini einvaldur, það komast fáir framhjá honum. Clarence Seedorf, fyrverandi leikmaður erkifjanda AC Milan, Inter hefur verið að leika mjög vel fyrir þá rauðu og svörtu og gæti komið þeim vel að notum.
Juventus menn koma sterkir inn í þetta og eru núna í 2. sæti í Seria A þar sem að Del Piero, Nedved, Thuram og Buffon eru þeirra helstu menn. Juventus eiga að spila í kvöld gegn Dinamo Kiev en fyrir leikinn eru Juventus menn búnir að tryggja sig áfram og hafa þeir gefið í skyn að margir af lykilmönnunum verða hvíldir og eru stjórar Newcastle og Feyenoord ekki ánægðir með það því ef Kiev vinnur fer hvorki Newcastle né Feyenoord áfram og hafa þeir báðir gagnrýnt Juventus liðið fyrir þetta og segja að þetta sé móðgun út í Meistaradeildina að hvíla lykilmenn.
Roma liðið hefur valdið dálittlum vonbriðgum í deildarkeppninni heima fyrir en eru með geysisterkt lið með Francesco Totti, ítalska gullbarnið í broddi fylkingar, svo eru Montella, Batistuta og Delvecchio sem sjá um markaskorunina. Roma náðu þeim ótrúlega árangri að skora aðeins 3 mörk og fá á sig 4 í fyrri hluta riðlakeppninnar. Ekki beint sannfærandi það en þeir komust samt áfram með mikilvægum stigum úr 3 jafnteflisleikjum.
Ég spái því að Inter eigi eftir að komast lengst allra ítalskra liða í Meistaradeildinni. En miðað við spilamennsku Roma í fyrri riðlakeppninni kæmi það mér ekki á óvart ef þeir myndu detta út í seinni riðlunum, tala nú ekki um ef þeir fá erfiðan riðil. En ég vona að öllum ítölskum liðum gangi vel í Meistaradeildinn og eitthvað þeirra vinni titilinn til þess að laga stöðu ítölsku knattspyrnunnar. Það gæfi kannski ítölsku knattspyrnunni aukna virðingu sem er bara gott mál.
kveðja
fan
__________________________