Góðar fréttir fyrir Nufc menn :) Já það eru sannarlega góðar fréttir því að Craig Bellamy hefur náð sér ofurfljótt á hnémeiðslum sínum(og hann er kominn úr banninu fyrir að skalla Dynamo Kiev gæjann) og mun mjög líklega leika með Newcastle á móti Feyenoord. Hann var í hópnum sem flaug til Hollands í gær en ásamt honum voru:

Acuna, Ameobi, Bellamy, Bernard, Caldwell, Dabizas, Dyer, Elliott, Given, Griffin, Harper, Hughes, Jenas, Karelse, LuaLua, O’Brien, Shearer, Solano, Speed, Viana.

Byrjunarliðið mun líklegast vera:
Given
Griffin O'Brien Dabizas Hughes

Solano Dyer/Jenas Speed Viana

Shearer Bellamy

Það er ekki alveg víst hvort Dyer eða Jenas verða með Speedaranum á miðjunni því að Jenas hefur verið spila mjög vel í síðustu leikjum.

Í skúbbinu er þaðhelst að Bobby ætli að fara kaupa FLEIRI miðjumenn og það frá spænska félaginu Malaga og einhverjar sögur um það Gareth Barry sé að koma frá Aston Villa og að David Battu sé aftur að koma til St.Jamses Park.