Eric Akoto, 22. ára knattspyrnumaður sem leikur með Austria Vín í Austurríki gæti átt yfir höfði sér leikbann vegna trúar sinnar.
Leikmaðurinn, sem ættaður er frá Ghana skoraði glæsilegt mark í 4-0 sigri gegn Sturm Graz á dögunum og fagnaði því með viðeigandi hætti með því að rífa sig úr treyjunni. Honum til óhapps var bolurinn er hann var í innundir treyjunni, en á honum stóð “Thank you Jesus”.
Það fór víst eitthvað fyrir brjóstið á dómaranum sem tilkynnti atvikið í leikskýrslu sinni. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að refsa ætti leikmanninum fyrir “fagnið” sagði dómarinn,:
“Reglur FIFA eru nokkuð skírar í þessu máli. Þær segja að leikmaður megi ekki vera með pólitískan áróður á leikvelli.”
Það fékkst því miður ekki uppúr dómaranum hvaða stjórnmálaarmi Jesús Kristur hafi verið hliðhollur!