Ortega, Man Utd og Lazio Nú ég var að skoða sportid.is um dagin og þar sá ég tvær greinar, annars vegar var það hann Ariel Ortega, argentínska kantmanninn snjalla en hann hefur verið frekar lítið áberandi undanfarinn ár en fyrir sex mánuðum var hann seldur til Fenerbache í Tyrklandi en eftir aðeins sex mánaða dvöl hjá félaginu er hann strax orðin leiður og vill hann komast frá félginu sem fyrst og vill hann helst komast til Englands og hafa þar tvö lið verið sérstaklega tengt við málið og það eru þau Newcastle og Leeds en Fenerbache er ekki á því að selja kappann fyrir neina smáupphæð eða fyrir um 20 milljónir punda!!

Leedsarar eru ekki taldir reiðubúnir til að bjóða slíka upphæð í leikmanninn og er ástæðan sú að Leeds á ekki mjög mikinn pening þessa stundina en héldu margir að salan á Rio Ferdinand myndi nú aðeins laga skuldir félagsins.

En það er spurning hvort Newcastle sé reiðubúið að bjóða slíka upphæð í kappann en þeir höfðu líka mikinn áhuga ´akappanum áður en hann fór til Fenerbache þannig að hver veit!!

En þá að öðru máli því Man Utd er að hugsa alvarlega út í að Taka ítalska félagsliðið Lazio fyrir rétt því ítalska liðið skuldar þeim enn pening fyrir varnarmanninum Jaap Stam sem fór frá Man Utd til Lazio á sínum tíma en Lazio skuldar líka pening útaf kapum þeirra á Gaizka Mendieta en þeir keyptu hann kunnugt frá Valencia en eru þeir nú búnir að selja leikmanninn til Barcelona.

Það er þá spurning hvort Lazio verði gjaldþrota og lítur sterklega útfyrir að þeir þurfi að selja einhvern af mest metnustu leimönnum þeirra og eru það þeir Stefano Fiore og Dejan Stankovic.

En þess má einnig geta að Lazio skuldar Man Utd um 12 milljónir punda fyrir kaupin á Stam en umsamið kaupverð var 16 milljónir punda þannig að Laio er bara búið að borga fjórðung kaupverð á Stam.

Heimildir www.gras.is og www.sportid.is
ViktorXZ