Það hefur ýmislegt gengið á hjá honum Sven Göran Erikson að undanförnu. Maðurinn sem fékk hann í djobbið, Adam Crouzier er hættur og alveg að fara og Steve McClaren ætlar að snúa sér alfarið að Middlesbrough.
Nú hefur kallinn eitthvað verið bendlaður við landslið Ítalíu, enda Trappatoni orðinn fullvaltur í sessi og ítalir öskra á breytingu. Ítalska knattspyrnusambandið segist engu að síður standa þétt að baki honum, sem hefur nú reyndar yfirleitt þýtt að hann verði bráðum rekinn, svona þegar ítalir eiga í hlut!
Englendingar eru svosem ekki að farast úr ánægju með kallinn, hvorki almenningur né leikmenn (allavega sumir).
Óánægjuraddir byrjuðu að heyrast eftir tapið gegn Brössum í sumar og ágerðust eftir jafnteflið við Makedóna plús að samskipti hans við hana Úlriku hafa eitthvað hrist upp í tjallanum.
Nokkrir leikmenn eru arfafúlir og einn gengið svo langt að hafa næstum labbað út við undirbúning fyrir landsleik.
Þessir leikmenn eru Gareth Southgate, Nicky Butt og Danny Mills. Southgate varð alveg brjálaður þegar hann var settur á bekkinn fyrir leikinn gegn Makedónum og Woodgate settur inn, en þetta var aðeins annar alvörulandsleikur hans. Southgate var traustur í Bratislava, nokkrum dögum fyrr og fékk engar útskýringar á breytingunum.
Það var bara vegna þess að þjálfari hans, McClaren, var á svæðinu sem gerði það að verkum að hann ryki ekki í burtu.
Mills var arfafúll yfir að vera tekinn út fyrir Gary Neville, enda staðið sig gríðarlega vel með landsliðinu. Hann var sérlega fúll yfir að fá engar útskýringar en það voru bara spekúlasjónir í blöðum þar sem maður heyrði að Neville og Beckham væru vanir að vinna saman á hægri kantinum.
Persónulega get ég skilið það sjónarmið en þó ég sé Leedsari og hlutdrægur finnst mér að Mills hafi sýnt það að hann eigi alveg heima í landsliðinu og síst verri kostur en Neville.
Þó Butt sé meiddur núna varð hann fyrir verulegum vonbrigðum að vera ekki valinn gegn Makedónum enda sýnt að hann gefur sig rúmlega 100% í landsleiki og var ásamt Mills besti maður Englendinga í sumar á HM.
Erikson fór í 10 daga ferðalag eftir jafnteflið gegn liðinu sem var í 90. sæti á heimslistanum fyrir leikinn enda langaði hann ekkert að spjalla mikið við fréttamenn.
En við skulum skoða hvað hinn almenni fótboltafan á Englandi hefur verið að tjá sig um Erikson að undanförnu.
Sean Riley, meðlimur í stuðningsmannaklúbbi landsliðsins, fer á alla leiki og er Man City fan segir að Sven hafi misst tökin. Vörnin sé ekki að standa sig og margir leikmenn týnist stóra hluta af leikjunum. “Við verðum þó að halda okkur við Sven, allavega á meðan á riðlakeppninni stendur því það er enginn sjáanlegur í sæti hans, eins og er. Hann þarf þó virkilega að taka sig saman því þetta lítur ekki vel út fyrir leikinn gegn Tyrkjum”.
Liverpool fan, Graham Siggs, skilur bara ekki af hverju Steve McManaman sé ekki með. “ Hann á tvær medalíur fyrir Meistaradeildina og spilar í besta liði í Evrópu. Samt finnst Erikson hann ekki nógu góður í 22. manna hópinn” Ef það gengur ekki betur á næstunni vill Siggs fá Bobby Robson í brúnna og McClaren sem aðstoðarmann – en nú er McClaren búinn að yfirgefa Erikson og landsliðið -.
“Erikson var talinn einn besti þjálfari heims þegar hann var fenginn en hann hefur ekki náð að heilla mig með liðinu” segir Manchester United fan, Peter Crerar.
Það vantar taktík í leik liðsins, segir hann, eins og sannaðist í seinni hálfleik gegn Braziliu. Svo vill hann skipta um markmann og það strax.
Newcastle fan, Steve Boyd er sammála því að Erikson haldi alltof mikið í Seaman, en finnst þó útileikmennirnir ekki hafa verið að standa sig sem skyldi heldur. “Mér finnst að Paul Robinson, Leedsari ætti að fara í markið” segir Steve en bætir við að miðvallarleikmenn hafi verið út á þekju gegn Makedóníu og Campbell hafi gefið annað markið.
Sunderland fan, John Anderson finnst að FA verði að halda sig við Erikson, þó hann sé ekki alveg sáttur við hann. “Hann hefur átt tvo snilldarleiki, 5-1 gegn Þjóðverjum og 3-0 gegn Dönum. Flestir aðrir leikir hafa verið hálfgerð vonbrigði” segir Anderson (held hann hafi þarna gleymt leiknum gegn Argentínu í sumar. Tjallinn var bókstaflega að farast úr monti þá). Anderson klikkir út með að segjast vilja fá kærustuna hans Svenna, hana Nancy ítölsku til að stjórna strákunum. “Þeir myndu sko ekki þora öðru en að hlýða”.