Wayne Rooney hélt uppteknum hætti þegar að hannskoraði eina mark leiksins er Everton unnu útisigur á Leeds. Hann skoraði þetta fallega mark með sendingu frá Lee Tie og stakk Eirik Bakke af og fró framhjá Lucas Radebe og setti síðan boltann framhjá Paul Robinson(sem átti annars mjög góðan leik). Þessu drengur er vafalaust algjör snillingur og gott fyrir fótboltann að fá hann. Það er því heldur betur farið að hitna undir Terry Venables en Leeds hafa aðeins fengið 2 stig í seinustu 6 leikjum og er núna í neðri hluta deildarinnar með 14 stig.
Arsenal unnu góðan 1-0 sigur á Fulham á Loftus Road eftir að Steve Marlet skoraði sjálfsmark eftir ömurlega hornspyrnu frá Henry. Hann fékk boltann og hann fór af honum og í markið. Hefðu Fulham unnið leikinn, þá hefði þetta verið versta taphrina Arsenal í 25 ár!
Á White Hart Lane var sannkallaður Lundúna slagur þegar Tottenham mættu Chelsea en Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum en kom inná rétt fyrir hálfleik. Tottenham hafa aðeins 1 sinni unnið Chelsea á síðustu 10 árum og þar var enginn breyting í dag. Það var nokkuð af færum í leiknum og eitt tilþrif leiksins var þegar Jamie Redknapp tók boltann á loft eftir aukaspyrnu og átti flott skot sem Cudicini varði með tilþrifum. Cudicini var maður þessa leiks en hann varði nokkrum sinnum frábærlega frá leikmönnum Spurs. Í seinni hálfleik átti Mario Melchiot skalla í stöng eftir aukaspyrnu frá Gianfranco Zola. Robbie Keane átti einnig opin skalla í fyrri hálfleik en hann fór framhjá. Niðurstaðan því 0-0 jafntefli í leik þar sem 5 gul spjöld litu dagsins ljós.
Aston Villa og Blackburn áttust við á Ewood Park þar sem leikurinn endaði líka 0-0 og Peter Enckelman bjargaði Villa frá tapi með nokkrum stórbrotnum markvörslum. Charlton og Sunderland gerðu 1-1 jafntefli í leiðinlegum botnslag þar sem Tore Andre Flo (Sunderland) og Gary Rowett (Charlton) skoruðu mörkin.