Heskey fær skeyti og Ginola skæri Allan Clarke sem var striker hjá enska landsliðinu í 19 leikjum milli 1970 og ´76 er ekkert yfir sig hrifinn af Emile Heskey.
Clarke segir að fyrir nokkrum arum hafi verið umtalað hvað Englendingar ættu mikið af efnilegum framherjum “ en hvað varð eiginlega um þá?”
“Owen hefur nú heldur betur tekið sig á eftir lélega byrjun en samt er enginn sem svo mikið sem ógnar stöðu hans í liðinu”.
Clarke vill fá Alan Smith með Owen í framlínuna, hann sé hörkuduglegur sem geri alltaf sitt besta en hafi nú samt ekki sannað sig sem neinn svaka markaskorara.
Ég myndi setja Smith í stað Heskey því ég myndi skora fleiri mörk en hann – þó ég sé orðinn 56” segir Allan Clarke.

Svo eru hér fréttir af einum sem svo sannarlega var efnilegur en varð svo eitthvað minna úr. Lee Sharpe, fyrrum stjarna Man Utd er á góðri leið með að skrifa undir hjá nýjum klúbb, Al-Ani, Saudi-Arabíu meisturunum.
Sharpe hefur verið í tómu tjónu undanfarin ár, fór frá Man Utd til Leeds, þaðan til Bradford og svo Exeter. Gamlar stjörnur eins og Faustino Asprilla, George weah og hinn brasíliski Dunga spila í Saudi-Arabíu.

David Ginola, hinn hárprúði fransmaður, var að fara í sjónvarpsviðtal um daginn, trítlaði inn á rakarastofu sem heitir Cutting@149salon og splæsti 30 pundum í snyrtingu. Richard Windle, varð eins og aumingi þegar Ginola settist í stólinn og var heillengi því hann var svo hræddur um að taka of mikið. Þannig að nú er Ginola kominn með fermingarklippingu og L´Oreal segir væntanlega upp auglýsingasamningi hans enda kall orðinn pínu búttaður og lítur meira út eins og drykkfeldur múrari en tískusýngartöffari um þessar mundir.