Enski landliðsmaðurinn hann Michael Owen hélt áfram þessari markahrinu sinni þegar hann skoraði 2 mörk í dag í 2-0 sigri Liverpool á West Ham og hefur hann núna skorað 11 mörk á þessu tímabili en mörkin komu á 27 og 54 mín. Hafa þeir Liverpool menn 7 stiga forskot á Arsenal en Arsenal hafa einn leik til góða.
já minn maður Michael Owen er sko heldur betur kominn í gang , eftir slæma byrjun á þessari leiktíð, og stefnir væntanlega á það að vera markahæsti maður á Englandi og trúi ég því innilega að hann á eftir að ná því takmarki í vetur.
Diego Forlan bjargaði andliti Man Utd manna en hann skoraði sigur mark Utd manna með glæsilegur marki á lokamínútum leiksins og er hann hetja dagsins í ensku úrvaldsdeildini. Phil Neville kom Manchester United yfir á 15. mínútu leiksins, en Southampton jafnaði metin þremur mínútum síðar með fallegu marki Fabrice Fernandes. En þegar 10 mín voru eftir prófaði Sir Alex að skipta Forlan inná fyrir Phil Neville og var það greinilega rétt ákvörðun því að mín seinna kom neglan sem bjargaði deginum fyrir Man Utd.