Má ekki skora úr óbeinni aukaspyrnu? Wooot
Eru það einhverjar nýjar reglur? Ég man eftir þónokkrum mörkum skoruð BEINT úr óbeinni aukaspyrnu.
Síðan er alltaf verið að segja að Valencia unnu verðskulaðann sigur og eitthvað.. fyrst og fremst þá fannst mér FÁRÁNLEGT að það var dæmd rangstaða á Owen þegar staðan var 0-0 og hann kominn einn á móti markmanni, hann var nánast heilum metra inn fyrir, það hefði breytt algerlega gangi leiksins hefði þetta ekki verið rangstaða að mínu mati, síðan var upplagt tækifæri fyrir Steven Gerrard sem hann skaut beint á markvörð valencia og eitt annað hjá Owen, reyndar átti John Carew skot sem Dudek varði meistaralega en mér fannst Valencia heppnir að komast með sigur af hólmi, þó að hann var vissulega verðskuldaður, enda frábært lið þar á ferð.
Síðan var það Arsenal leikurinn, ekki hef ég séð neins staðar “verðskuldaður sigur hjá Dortmund”, ég sá ekki leikinn en ég sá mörkin og marktækifærin, 2 stangarskot sem Dortmund áttu í stöðunni 0-0 sem var alveg ótrúlegt að skildu hvorug fara inn, og síðan mark úr aukaspyrnu hjá Arsenal, og sjálfsmark hjá Arsenal síðan með sjálfsmark (reyndar mjög lítil snerting) og greinilegt brot hjá Seaman sem varð að víti sem gamli refurinn var reyndar helvíti nálægt að verja. Af þessu sem ég sá úr leiknum var þetta mjög verðskuldaður sigur Dortmund.