Bæði Arsenal og Liverpool töpuðu í gær í meistaradeild evrópu með einu marki og var þetta 4. tap arsenal í röð. Arsenal heimsóttu Dortmund og töpuðu þar 2-1 en það var Arsenal sem urðu fyrr til þess að skora , en það mark gerði Thierry Henry , beint úr aukaspyrnu. Rétt undir lok fyrri hálfleiks skoruðu dortmund og það mark skráðist sem sjálfsmark á Gilberto Silva þó svo að ansi lítil snerting hafi átt sér stað. Umdeilt víti var dæmt á David Seaman markvörð Arsenal sem þeir dortmund menn nýttu sér og það voru lokatölur leiksins 2-1. Það má líka bæta við að þetta var fyrsta sinn sem Arsenal töpuðu 4. leikjum í röð í 19 ár.
Liverpool menn tóku á móti hinu sterka liði Valencia á heimavelli þurftu að lúta lægri hlut þar , og unnu þeir valencia menn þar verðskuldaðann sigur 0-1.