kv.
Arsenal menn í vandræðum.
Tveir leikmenn Arsenal, Robert Pires og Patrick Vieira, eiga yfir höfði sér ákæru frá FA eftir atvik í og eftir leik liðsins við Leeds um síðustu helgi. Pires á að hafa snappað og ráðist að David O'Leary og kallað hann öllum illum nöfnum eftir að O'Leary svaraði einhverjum ummælum hans með því að gefa honum fingurkoss og segja við hann “au revoir”. Félagi Pires hjá arsenal, Thierry Henry, átti fullt í fangi með að draga hann frá O'Leary og var Pires svo fúll að hann sparkaði í glerhurð á leiðinni í burtu sem þó brotnaði ekki við sparkið. Vieira á hins vegar yfir höfði sér í það minnsta þriggja leikja bann (enn eitt bannið hans) fyrir að hafa sparkað í átt að, og reynt að skalla Oliver Dacourt og einnig fyrir að tækla Erik Bakke þegar boltinn var víðs fjarri. Einhvern veginn virðast þessi atvik þó hafa farið framhjá dómaranum, sem sá ekki ástæðu til að spjalda Vieira í leiknum.