Nú er svo komið að þýska stálið ef stál skyldi kalla er farið að riða. Stórveldið Bayern Munchen sem er stolt þýskalands er dottið út úr Meistaradeild evrópu, ekki lengur í hópi þeirra bestu?. Þar á bæ gætu hausar farið að fjúka því þar er örugglega gert ráð fyrir meiri peningum í kassann gegnum meistarad. Liðið var eins og flestir vita styrkt verulega fyrir þetta season og væntingarnar voru gríðarlegar. Sterkur varnarleikur þar sem andstæðingurinn er svæfður og svo er refsað fyrir hver mistök var taktíkin á þeim bænum. Það er greinilegt að það er af sem áður var. 1 stig þegar ein umferð er eftir og markatalan skrautleg… Það þýðir ekki að fela sig á bakvið það hvað riðillinn sé sterkur.
Staðan í G-riðli
1 AC Milan 11-5 12 stig
2 Deportivo la Coruna 9-11 9 stig
3 Lens 8-8 7 stig
4 Bayern Munchen 6-10 1 stig
Lið Leverkusen reynir eflaust að halda uppi nafni þýskalands ásamt Dortmund, en hjá Leverkusen voru skilin eftir stór skörð í sumar er hlestu stjörnur liðsins yfirgáfu það. Þeir eiga enn góðan séns á að komast áfram.
Staðan í F-riðli
1 Manchester United 14-8 12 stig
2 Leverkusen 9-9 9 stig
2 M. Haifa 9-9 6 stig
3 Olympiakos 8-14 3 stig
Dortmund eru í A-riðli sem er enn vel opinn. Þar verður spiluð ein umferð í kvöld og þá ættu línur þar að fara að skýrast. Með sigri á Arsenal í kvöld komast þeir á toppinn í riðlinum en tapi þeir þá gæti fjandinn verið laus…..