ahh, djöfull er gaman að sjá mynd af þessum manni hérna, held mikið uppá verk hans. hef spilað nokkur verk eftir hans meðal annars á miðprófi og tónleikum.
gamli gítarkennarinn minn sagði mér skemmtilega sögu um hann. eitt sinn var hann á tónleikum á ferðalagi sínu á kúbu þar sem hinir ýmsu listamenn voru að spila verk sín. nema hvað, það var einn mökk ölvaður náungi sem sat á fremstabekk og blaðraði ein og vitleysingur og allir vooru að verða brjálaðir á honum. talaði á meðann öll verkin voru flutt (fyrir utan það þegar félagi hans fór að spila). svo þegar tónleikarnir voru búnir var honum sagt að þetta hefði verið brouwer, náunginn sem hann hafði þá dýrkað í langann tíma og honum brá nú aldeilis í brún við að heyra það :P