Eru Nile ekki alveg eins, bara betri?
En annars fatta ég ekki hvað er málið með metalbönd og að saurga orðspor neo-klassísku stefnunnar (hef séð þetta oftar). Sú stefna var uppá sitt besta um fyrri hluta síðustu aldar og menn á borð við Stravinsky, Honegger og Prokofiev löggðu sitt til málanna. Hún gekk útá að byrja aftur á þeim stað sem rómantísk tónlist byrjaði, en þróa klassíkina áfram í stað þess að hverfast yfir í rómantík (og í öll þau leiðindi sem rómantíkinni fylgir). Neo-klassík gengur útá þróun og er oft margbrotin, flókin og með miklar hljómfræði, tónblæs og formpælingar, sem rýmast ekki í lengstu verka þessarra metal-banda. Sem ættu frekar að kalla sig classical-influenced.