Mitt draumahljóðfæri, tvöfalt franskt horn (silfurlitað). Ég spila á einfalt franskt horn (gulllitað) og er búinn að spila á það í rúmlega 5 ár :D
Veit ekki alveg hvort að þetta eigi heima hérna, horn er auðvitað klassískt hljóðfæri og það er nóg að gera á /hljóðfæri. Hvernig væri að fara að senda inn myndir af klassískum hljóðfærum hér?
Kemur Hlölli kemur. Reyndar spila ég á silfurlitað Conn 8D large bore horn með Conn headpipe. Man nú reyndar ekki hvort ég hef sýnt þér það. Getur bara vel verið. Þarf nú reyndar að skipta eftir nokkur ár. Large bore hornin eru með miklu erfiðari hæð en miðju tónsvæðið á því og láa tónsviðið eru einfaldari. Ég veit þetta því ég hef prufað nokkur horn. Einnig lét ég hann Stefán Jón Bernharðsson prófa hornið mitt og hann sagði að hæðin væri erfiðari en á önnur horn en þetta væri þess virði.
Greinarhöfundur ég vil einmitt fá mér gulhúðað horn eða horn án nokkurrar húðunar. Hefurðu séð þannig horn? Þau virðast hundgömul en eru kannski nokkurra ára eða ný. Mjög töff. T.d. er slatti af óhúðuðum Alexander hornum í umferð.
jámm það er sniðugt :) myndurru flokka fiðlu sem klassíst hljóðfæri ? það er svo leiðinlegt að /hljóðfæri virðist einblína á gítar, bassa og trommur :\
Á tíma haydns og Mozart voru notuð náttúruhorn. Náttúruhorn voru notuð fyrst á þeirra tíma í E t.d. Svo voru til náttúruhorn sem var hægt að breyta í E, G, F og jafnvel eina tóntegund í viðbót. Þannig var að pípur voru teknar úr horninu og aðrar settar í staðin á ákv. stað í horninu og þá var hornið í annari tóntegund. Þess vegna voru t.d. notuð 2 horn í segjum F í 2 köflum í sinfóníu hjá Haydn og svo voru önnur 2 horn sem spiluðu aðra 2 kafla t.d. E eða G o.s.frv.
Nútímahornið kom seinna eða F-hornið með tökkum. Svo kom 2falda F/Bb horn. Svo seinna kom Þrefalt. En athugið að til þess að spila eitthvað rosalega hátt á þrefalda hornið þarf viðkomandi helst að getað spilað allar þær nótur á 2falda hornið. Þrefalda er bara fyrir öryggið og í því er nátturulega minni mótstaða sem gerir manni erfitt fyrir að spila á það. 3falt horn frá schmidt er t.d. F/Bb/F eða F/Bb/Es sem er nýjung og á að auka öryggi í hæðinni skv. Engelbert Schmidt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..