Paganini var sagður hafa selt sjálfum satan sál sína til þess að geta spilað svona hratt á fiðlu og var hann ekki jarðaður í vígða mold, því að fólk trúði virkilega að þarna væri sendiboði djöfulsins á ferð.
Þetta fólk er allveg svakalega paranoid. Ef verkin hans eru falleg þá hlýtur að koma frá því góða. Ég meina á þessum tíma brenndi fólk nornir lifandi sumstaðar þannig það var auðtrúið. Hann er sirkúsfrík fiðlunnar.
Ég efast um að hann hafi verð eitthvað sirkúsfrík. Hann var algjör listamaður þessi gæi, og varðandi það hvað hann var undarlegur; að pabbi manns loki mann inní herbergi þangað maður er búinn að æfa sig í 8 tíma frá fimm ára aldri… maður verður bara undarlegur af því! Puntkur!
; á hverjum degi frá fimm ára aldri hleypti pabbi hans honum ekki úr herbergi sínu fyrr en hann var búinn að æfa sig 8 tíma. Allir yrðu undarlegir af þvi!
Mitt innskot með sirkúsfrík er að sjá mann hjóla á einhjóli og kasta 15 keilum og með kyndill á nefinu á meðan ljón er að ráðast á hann. Reyndar ekki þetta en sumir kunna á það sem þeir gera eins og fyrir okkur að standa uppúr stól.
Þetta var markt svona á þessum tímum. Hann er fæddur á tíma upplýsingaaldarinnar eða 1782…
En um 17. öld voru einnig galdrabrennur afar vinsælar, og þeir sem að höfðu meiri þekkingu en aðrir eða meiri hæfileika vor oft á tíðum stimplaðir sem galdramenn. Og því brendir.
Það var bara lífshættulegt að vera “dularfullu”.
Hann er eiginleg bara heppinn að vera ekki uppi á þeim tíma ;) Hann hefði kannski verið brendur vegna þessara hæfileika sinna. Eða maður veit ekki.
En þessar ofsóknir stafa að ég held eingönu af fáfræði hjá almenningi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..