Hefur einhver farið á sinfoníutónleika í Hörpu. Ef svo, hvernig fannst ykkur?
//
Hef bæði spilað í Eldborg og verið áheyrandi. Þessi salur er dásemd. Fullkominn hljómburður, hvort sem er á klassískum tónleikum eða bara venjulegum. Hvert eitt og einasta smáatriði heyrist og það er hægt að stilla salinn eftir því hverskonar flutningur er. Krafturinn frá hljómsveitinni berst virkilega vel. Finnst langbest að sitja á öðrum svölum miðsvæðis. Fullkomin sýn á hljómsveitina og hrein dásemd á að heyra. Hef líka spilað/hlustað í Kaldalóni og Norðurljósum, fannst Kaldalón með skemmtilegri hljómburð en Norðurljós eru líka virkilega flottur salur.
Svo þar fyrir utan þá er Sinfóníuhljómsveit Íslands orðin sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða að mínu mati. Einungis topplið.