Tónlist Bartóks er undir sterkum áhrifum frá mið-evrópskri þjóðlagatónlist, sem hann safnaði sjálfur. Hann skrifaði mikið af henni niður, útsetti og gaf út sem slíka, en samdi líka mörg verk sem nýta mikið af þjóðlagahugmyndum og eru 50/50 tónverk/útsetning. T.d. þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=rTBC734Lljk&feature=relatedframan af var hann heillaður af tónskáldinu Richard Strauss, þau áhrif fjara út með tímanum um leið og þjóðlagaáhrifin styrkjast. Þegar hann samdi óperuna Kastali Bláskeggs hafði hann safnað þjóðlögum í 6 ár, enn undir miklum áhrifum frá Strauss, og útkoman er betri en óperur Strauss að mínu mati:
http://www.youtube.com/watch?v=zbPX1w5Jhb0&feature=relatedBallettinn Undramandaríninn (The Miraculus Mandarin) er eiginlega síðasta stóra hans þar sem áhrif Strauss heyrast, en það var aðalega inspírerað af arabískum þjóðlögum og tónlistin og efni balletsins þótti svo gróft að það var bannað í Ungverjalandi. Merkileg staðreynd er að Bartók hafði ekki heyrt Vorblót Stravinskís á þessum tíma, eins og margir álykta. Verkin eru hins vegar bara bæði innblásin af mjög frumstæðri og rytmískri tónlist:
http://www.youtube.com/watch?v=ekQQFX-4ps8Sjálfur segir hann að hann hafi lært formfræði af verkum Beethoven, kontrapunkt af Bach og hljómfræði af Debussy.
Verkin hans eru yfirleitt full af kontrapúnktískum og formrænum pælingum, en hann var mjög upptekinn af symmetríu í verkum sínum. T.d. er 2. kaflinn úr Strengjaverki hans mjög flókin fúga:
http://www.youtube.com/watch?v=uHO4k3YYm2kStrengjakvartettarnir hans eru þekktir sem útpældustu verk fyrri hluta 20. aldar.
Bartók var einn besti píanóleikari veraldar meðan hann lifði, en hann samdi mikið fyrir píano, þar á meðal þrjá píanókonserta. Þeir eru allir mikil meistarastykki og sá þriðji er síðasta verkið sem hann kláraði*, en er jafnframt bjartasta og klassískt fallegasta verkið hans.
1. kafli
http://www.youtube.com/watch?v=phN-IOj1XPE&feature=related2. kafli http://www.youtube.com/watch?v=zsMIuNgVVPg&feature=related3. kafli
http://www.youtube.com/watch?v=uyM8LzgtQrY&feature=related*hann átti eftir að útsetja 17 síðustu taktana fyrir hljómsveitina þegar hann dó úr hvítblæði.
Bætt við 1. ágúst 2010 - 14:20 Þetta er síðan mesta snilldin, 2 bestu píanóþjóðlög Bartóks spiluð af honum sjálfum:
http://www.youtube.com/watch?v=uE7Naw7AqtY&feature=related