Þú ert í mjög góðri stöðu, ég gæti skrifað niður doðrant af verkum sem ég mæli með en þú verður að lokum að fylgja þinni sannfæringu. Klassísk tónlist er það víðtækt hugtak að við tveir gætum verið með allt öðruvísi smekk fyrir tónlist.
Til að byrja með mæli ég með því að hætta að hlusta á live upptökur á youtube, hljómgæðin er rusl. Ef það er möguleiki að sjá verk með bara mynd þá er það oftast betra.
Varðandi Beethoven þá þarftu held ég bara að eignast allar sinfoníurnar á tölvuna.
http://thepiratebay.org/torrent/3857477/Ludwig_Van_Beethoven_%28MP3_320Kbps%29Getur fengið eitthvað hérna.
Ég get mælt með öllum sinfoníum Beethovens eins og þær leggja sig.
Sá það vantaði Mozart, en hans verk geta verið góðir lyklar að flóknari músík.
Af honum mæli ég með sinfoníu 25, 40, 41. Piano sónötu í a moll (allir kaflar) og C dúr (allir kaflar). Sálumessa og strengjakvartettar.
Sama með Bach, þó hann sé alls ekkert rómantískur á yfirborðinu er skilningur á musikinni hans lykill að mjög miklu. Ef þú vilt vita um einhver góð Bach verk geturu spurt mig, en það er held þau séu öll það þekkt.
Þú getur í raun hlustað á hvað sem er ef þú leggur þig nóg fram við að skilja það. Mæli með þú farir á torrent og nærð þér í alls kyns klassiska tónlist. Alveg vonlaust að reiða sig á youtube. Svo auðvitað stórar sinfoníur(Mahler, Bruckner og co) væri enn betra að eiga á disk í fullum gæðum.