Halló fólk :)
Ég elska klassíkina og finst hún bara eitt það besta sem ég veit um.´
Ég hef alltaf, allavega frá því að ég man eftir mér, hlustað á klassíska tónlist.
Þegar ég var yngri stal ég oft plötum sem amma á með klassískum lögum (sem er heilmikið safn), fór inn í herbergi og hlustaði á það, dansaði við hana og spann upp heilu sögurnar út frá lögunum.
Góðir tímar :')
Svo núna hlusta ég enn á klassíska tónlist, náttúrulega, ég spila á fiðlu og ég elska að heyra hljóminn frá henni. Elska bara hljóminn frá öllum þessum hljóðfærum sem eru mis stór en öll mikilvæg á sinn hátt.
Mér finnst bara eiginlega ömurlegt hvað fólk á mínum aldri hlustar ekki á klassíska tónlist, fyrir mér er þetta tónlist sem er sönn og bara allra best.
Afhverju eru svona margir sem að meta ekki klassíska tónlist?
Engin önnur tónlist væri eiginlega til núna ef það væri ekki fyrir hana, að mínu mati allavega.
En klassísk er best! Mun ávalt elska tónlistina og meta.
takk takk