Sammála.
Það væri frábært ef áhugamálið væri svo virkt að það kæmu nýjar greinar á hverjum einasta degi og maður gæti alltaf átt von á að læra eitthvað nýtt eða taka þátt í heitum umræðum um allt milli himins og jarðar um þessa stórkostlegu tónlistartegund.
Við erum bara of fá og hugi er farinn að snúast meira og meira um tilveruna. Klassík er ekki eina áhugamálið sem er að deyja.
ÞAr að auki getum við svolítið kennt okkur sjálfum um fyrir að vera ekki duglegri. Málið er bara að það er ekki gaman að gera greinar eða skapa umræður þegar maður fær bara tvö, þrjú komment fyrir hvern kork.
Klassíska áhugamálið er því að deyja. Kannski er maður orðinn of gamall fyrir þessa vefsíðu.