http://www.ihateclassicalmusic.com/Þetta er helvíti góð síða fyrir fólk sem er að læra að meta klassíska tónlist.
Þetta er svo erfitt að svara, ég get alveg nefnt þér verk sem ég er ástfanginn af en ég hefði góða hugmynd að þú myndir missa allan áhuga á ef þú færir að hlusta á það.
Það sem ég persónulega mæli með að til að komast inní þetta væri best að hlusta á eitthvað auðhlustanlegt,
Sem dæmi
Johann Strauss - Blue Danube
Tchaikovsky - 1812 ouverture
Vivaldi - four seasons spring
Beethoven - Moonlight sonata
Mozart - eine kleine nachtmusik
Chopin - noucturne op 9
Satie - gymnopedie 1
Philip glass - metamorphosis
Þetta er allt til á youtube, mæli samt meira með að downloada eða kaupa disk, maður hlustar oftar þannig.