1) Minimalískri tónlist. Ég hef verið að hlusta á The Well Tuned Piano eftir La Monte Young, sem ég efa stórlega að sé klassík en lýsir amk að hverju ég er að leita. Ég hef bara hlustað á fyrstu 3 diskana af viti (þetta er 5 klukkutíma verk), og mér finnst frábært hvernig það er eins og melódíurnar stoppa ekkert, eins og allt verkið sé í rauninni bara eitt “bar” (kann ekki betra orð) og melódíurnar eru ekkert skilgreindar. Kann ekki að útskýra betur, en til að þið skiljið betur þá er hægt að dla part 1 hérna. Spyrjið bara ef þið viljið hina partana.

2) bassamikil verk. Var að lesa mig til um kontrabassa auk þess að rekast á thrash/punk metal sveit sem notar þá( http://www.myspace.com/pullingteethsmd ) og ég gersamlega elska hvernig kontrabassinn hljómar(útiloka samt ekkert að bassinn hjá þeim sé aðeins “enhanced”. Langar semsagt að finna verk þar sem kontrabassinn(og önnur bassahljóðfæri) gegna mestu hlutverki.



tiem 2 sleap