Það er mjög erfitt að útskýra hverju ég er að spyrjast eftir en þetta er ein sinfonía sem ég heyrði í Simpsons þættinum síðasta fimmtudag og ég mundi allt í einu eftir því að ég hlustaði alltaf á hana þegar ég var í leikskóla. Ég bara verð að vita hvað hún heitir.

Ég man það voða óljóst en mig minnir að þessi sinfonía fjalli um dýr í skógi eða einhvern landkönnuð sem er að labba um í frumskógi og sér fullt af dýrum s.s. ljón og fíla og margt fleira.

Þessi sinfonía einkennist af því að það er frekar hægur fiðluleikur, svoldið skær en ekkert alltof, en svo er píanó sem spilar alveg rosalega hratt undir.

Ég vona að einhverjir glöggir og snjallir hugarar geti svarað þessu því einsog allir vita þá er það algjör pína að vera með lag á heilanum og vita ekki hvað það heitir.

Með fyrirfram þökkum
VikingMan
So does your face!