Nú veit ég ekki hvort þú ert að grínast eða ekki, en munurinn þarna á milli er jafnmikill og á englendingum og frökkum.
Enskahornið er búið til úr afar viðkvæmum svartviði í útrýmingarhættu og getur sprungið afar auðveldlega við minnstu hita eða rakastigsbreytingu, það er tvíblöðungur sem óbóleikarar spila á í frístundum og við sérstök tækifæri og helst aðeins ef það fær sóló.
Franskahornið er mjög flókið og flækt hljóðfæri og búið til úr einhvers konar málmum, það má nota það til að hamra nagla í vegg. Það er besta málmblásturshljóðfærið sem hið frábærasta tónlistarfólk sérhæfir sig á. Yfirleitt er fjögur horn eða fleiri sem spila hljómaganga saman.