Höfundur Sverðdansins (Sabre Dance, á ensku) er armenska tónskáldið Aram Khachaturian. Frekar gott tónskáld, hann var í uppáhaldi hjá Sovétstjórninni sem hafði skiljanlega neikvæð áhrif á orðspor hans þegar hún féll. En hann var mjög frægur hér áður fyrr.
Vandamálið er að það er frekar erfitt að kaupa frægustu verkin á Íslandi. 12 tónar eru allir í einhverjum gleymdum barrokk meisturum og nútímaklassík (hef ekki séð svo mikið sem Beethoven sinfóníu þar í yfir hálft ár!) og deildin í Skífunni er eins og enginn hafi tekið þar til í þrjú ár. Borgarbókasafnið og Bókasafn Hafnarfjarðar eiga risastór geisladiskasöfn með öllum þessum frægu verkum. Bestu möguleikarnir sem þú átt er að taka diska þar og rippa þá í tölvuna, það er eiginlega það eina sem hægt er að gera á Íslandi í dag. Það kostar einhvern 120 kall að leigja disk í 2 vikur.
Nokkur fræg og skemmtileg grundvallarverk sem ég get bent þér á (feitletrað eru verk sem er almennt litið á sem algjört “must” og mjög reglulega á efnisskrám allra sinfóníuhljómsveita):
Sinfóníur 4, 5 og 6 og píanókonsert eftir Tchaikovsky
Sinfóníur 3, 4, 5, 6 og 9 eftir Beethoven
Píanókonsertar í a-moll eftir Schumann og Grieg
Sinfóníur 1 og 4 og fiðlukonsert eftir Brahms
Sinfóníur 25 og 40 og klarinettukonsert eftir Mozart
Óbókonsert í d-moll eftir Albinoni
Vorblótið (Le Sacre du printemps) (ballet) eftir Stravinsky
Gayane (ballet, inniheldur meðal annars sverðdansinn) eftir Khachaturian