Ekki það að ég þekki marga heimsklassa stjórnendur fyrir utan af upptökum. Þá finnst mér Ashkenazy alveg lang bestur í sínum flokki núlifandi, dæmi um Rumon Gamba sem er auðvitað góður líka en hans stíll er bara allt öðruvísi. Kryztof Penderecki stjórnaði fjórðu sinfoníu Beethovens nú í haust á allt öðruvísi hátt en upptökur sem ég á af því verki.
Ég er frekar sammála þér með Gülsin Onay hennar túlkun fór í taugarnar á mér kanski að því það var engin túlkun. Spilaði þetta 100% rétt þannig séð þó hún var eins og stubbur að stunda aerobic æfingar til að líta aðeins rómantískri út :)
Eins og Kreoli sagði þá eru þetta bestu á árinu so far, árið er ekki búið og aldrei að vita nema ég eigi von á miklu betri tónleikum í haust.
Bætt við 28. apríl 2007 - 10:21
Gleymi að segja Penderecki stjórnaði þessu tussuvel, sama með hans eigin píanókonsert og strengjaverkið.