Fjallaðu um Stockhausen, ég get að minnsta kosti lofað þér mikilli skemmtun en hann er án alls efa hugmyndaríkasta tónskáld sem uppi hefur verið, að minnsta kosti hvað viðkemur hugmyndum um framsetningu!
Allir ættu að geta skemmt sér við að skrifa um hann :)
Til dæmis samdi hann eitt sinn kvartett fyrir strengjakvartett og fjórar þyrlur, einnig á hann heiðurinn af háværustu tónleikum sögunnar (en þá magnaði hann sinfóníuhljómsveit upp með alveg ótrúlegu magni magnara, beindi uppí loftið og tileinkaði sinfóníuna guði) og samdi lengsta og viðamesta óperuflokk sem sögur fara af. Þetta er aðeins brot af brjálæðinu sem þessi maður hefur staðið fyrir, maður á eiginlega mjög erfitt með að kalla eitthvað frumlegt eftir að hafa kynnt sér kauða.