Þetta er frekar góð spurning, “Fellur klassísk tónlist í skuggan af öðrum tónlistartegundum?”
Ég er á báðum áttum. Við sum tilefni passar klassísk tónlist bara alls ekki við andrúmsloftið og hentar almennt illa sem bakgrunnstónlist vegna sífelldu styrkleikabreytinganna sem einkenna hana. En hins vegar finnst mér undarlegt hvað fólk hlustar endalaust mikið á bakgrunnstónlist. Því finnst 8 mínútna rokkballöður “epískar” (sbr. Stairway to heaven) og einbeitir sér örsjaldan að því að hlusta vel.
Klassísk tónlist virkar ekki nema maður hlusti mjög vel og á tímum endalausrar glymjandi og endurtekningarsamrar bakgrunnstónlistar finnst mér klassísku tónlistinni ekki gefin nægilega mikill séns.
Síðan er eitt sem mér finnst óþolandi, margir afgreiða klassík sem eina heildstæða tónlistarstefnu, líka kannski ekki við Mozart og Beethoven og ákveða að restin sé ekki þeirra tebolli og fordæma gjörsamlega öll hinn 700 árin, tugi landa (Mozart og Beethoven störfuðu báðir í sömu borginni!) og hundruð hljóðfærasamsetninga af tónlist. Hins vegar þykir ekkert sjálfsagðara en að setja metal á háan stall og flokka hann í þvílíkar ræmur að varla er pláss fyrir meira en eina hljómsveit í hverju “genré” (ég hef heyrt fólk rífast í fullri alvöru hvort ætti að flokka hljómsveit sem “aggressive power metal”, “melodic death metal” eða “speed thrash metal”, aðilar þessa rifrildis gátu víst bara nefnd eina - tvær hljómsveit úr hverju þessara “genré”a og var nafnið á hverri þeirra u.þ.b. helmingi styttra en nafnið á “genré”inu….)