Arcangelo Correlli var ítalskt barrokktónskáld sem var aðeins á undan Vivaldi í tíma, hann samdi bara fyrir fiðlu og risavaxnar strengjasveitir og var talinn mesti fiðlusnillingur síns tíma (hann ). Get fullvissað þig um að margt gott fyrir fiðlu liggur eftir hann. Bendi þér á Concerto Grosso nr. 4 (Op.6), hinir “Grossóarnir” eru mjög flottir líka, en þessi er með mikið af hröðum einleiksfiðluköflum. Svo má ekki gleyma því að Vivaldi samdi sjálfur um 250 fiðlukonserta, ég kann engin skil á þeim en ef þú ferð niður í 12 tóna geta þeir örugglega bent þér á eitthvað.
Í einleikssónötum Bachs eru mjög hraðir fiðlukaflar (til dæmis sá þriðji í fyrstu sónötunni (í g-moll)). Reyndar er fiðlan bara ein í þessum verkum, en það kom mér á óvart fyrst þega ég heyrði hvað það kemur vel út.
Helstu fiðlukonserar utan barrokktímabilsins eru þó yfirleitt taldir vera fiðlukonsertar Mendelsohns, Brahms, Beethovens og Bartóks (nr.2). Mæli með að þú kíkir á þá.