Lost tónlistin er frumsamin en undir gýfurlegum áhrifum frá verkum eins og Vorblótið (The Rite of Spring) eftir Stravinsky, Undramandarín (The Miraculus Mandarin) Bartóks og verkum Edgard Varese. Persónulega lít ég á fæsta Hollywood tónlist sem frumsamda, til að mynda nægir að hlusta á Pláneturnar eftir Holst til að heyra hvaðan Star Wars tónlistin er komin…
Annars þá veit ég ekkert um óperur og hef ekki einu sinni séð þessa auglýsingu, ég veit hins vegar að risar ítalskrar óperur eru Verdi (frægustu verk: La Traviata, Rigoletto og Falstaff), Puccini (Tosca og Turandot) og Rossini (l barbiere di Siviglia og Guglielmo Tell).
Ég athuga á wikipediu, held að þeir hafi líka slatta af tóndæmum.
Bætt við 23. janúar 2007 - 16:06
Ég myndi athuga á wikipediu