Mig minnir að þetta lag hafi verið í 2. eða 3. píanóbókinni eftir Björgvin Þ. (hversson var hann aftur?) Valdimarsson? En annars hef ég aldrei spilað þetta, nema pikkað upp aðra hendina áður en ég byrjaði að læra á píanó.. Ég bað píanókennarann minn um að ég þyrfti aldrei að spila það því að mér finnst þetta alveg ógeðslega leiðinlegt ef ég á að segja eins og er…
En annað lag sem var samið við sama tilefni (eða svipað) er Gertrude's Dream Waltz sem var samið handa öðrum uppáhaldsnemanda Beethovens og það er miklu skemmtilegra. Minnir að það sé jafn erfitt, eða á svipuðu stigi.. Mig minnir að það hafi staðið Grade II efst á blaðinu..
Það er eins með klassíkina og aðra tónlist, hvernig það hljómar segir ekki alveg til um hvort það sé erfitt eða ekki! Drulluerfitt lag getur hljómað auðvelt og skítlétt lag hljómað vel :)
Shadows will never see the sun