Hér er smá trivia til að hressa uppá janúarinn og áhugamálið, eitt stig fyrir oddatöluspurningu, 2 fyrir hinar (jöfnu tölurnar), 4 stig fyrir síðustu spurninguna.

Þetta er bara til gamans svo óþarfi er að ómaka sig við að leita á netinu.


1. Hvað sömdu Beethoven, Schubert og Mahler margar sinfóníur (s.s. þeir sömdu allir jafnmargar)?
2. Hver er dýpsta (hljómandi) nótan á basset-horni?
3. Hver samdi “Árstíðirnar”?
4. Hvað samdi Heitor Villa-Lobos margar etýður fyrir gítar?
5. Frá hvaða landi kom Gabriel Fauré?
6. Hvert var fyrsta bassa-blásturshljóðfærið til að öðlast fastann sess í sinfóníhljómsveitum?
7. Eftir hvern er óperuhringurinn “Niflungahringurinn”, sem tekur 16 tíma í flutningi og inniheldur slagarann “Ride of the Valkyries” sem er þekktur fyrir að heyrast í myndinni Apocalypse Now á meðan herþyrlur leggja víetnamskt þorp í rúst?
8. Í hvaða tóntegund er eina píanósónata Franz Liszt?
9. Hvað eru margir strengir á víólu?
10. Hvaða frægi píanóleikari stillir píanóið sitt sérstaklega fyrir hvert verk?

11. Hvað nefnist taktur (eða röð af töktum) í lagi í 6/8 sem fær skyndilega áherslur á 1., 3. og 5. slag eins og hann sé í 3/4? Og hvaða barrokk-tónskáld notaði þetta sérstaklega mikið?