Mitt helsta áhugamál eru hljóðfæri, tónlist, tónfræði og allt tengt því. Það væri gaman að hafa stað hér á huga til að tala um t.d. klassísk hljóðfæri og tónfræði og hljóðfæraáhugamálið er ekki rétti staðurinn - ég fæ alltaf skítkast fyrir að kunna ekki tónfræði því ég nota “h”!
Hvernig væri að víkka aðeins þetta áhugamál og hafa fleira en tónlistina með. Hafa kannski nýjan kork fyrir hljóðfæri þar sem væri hægt að tala um eitthvað annað en bara rafmagnsgítar.
Er einhver annar sem líst vel á þessa hugmynd?